Auglýsing

Ragnar Kjartansson í gullnaríum og með brjóstadúska í nýju myndbandi The National

Listamaðurinn Ragnar Kjartansson er í aðalhlutverki í nýju myndbandi bandarísku hljómsveitarinnar The National við lagið I’ll Destroy You. Kvikmyndagerðarmaðurinn Allan Sigurðsson leikstýrir myndbandinu ásamt Ragnari. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Sjá einnig: Eyddi 40 klukkutímum í að klippa saman myndband sem vefmiðill eignaði Birki Bjarnasyni

Lagið er af nýrri plötu The National sem nýtur mikilla vinsælda um allan heim. „Við elskum Ragnar Kjartansson,“ segir hljómsveitin í færslu um myndbandið á Instagram.

Sögusvið myndbandsins er verk eftir Ragnar og myndbandið er framleitt af Lilju Gunnarsdóttur, Ingibjörgu Sigurjónsdóttur og Haven Festival. Ásamt því að leikstýra myndbandinu með Ragnari klippti Allan myndbandið og tók það upp ásamt Víði Sigurðssyni og Andreas Bønding Jakobsen

„Á meðan að tökur stóðu yfir var barnum lokað af dönskum yfirvöldum og lagður í rúst daginn eftir,“ segir í færslu The National.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing