Rapparinn GKR komst í hann krappann: „Af hverju í fjandanum heldur hann á kettinum mínum!?“

Auglýsing

Rapparinn GKR sendi frá sér stuttskífu á dögunum. Plötuna gaf hann út á USB-kubbi í litlum morgunverðarkassa og vísaði þannig í smellinn sinn, Morgunmatur sem kom honum á kortið í fyrra.

GKR hefur verið áberandi undanfarið og frammistaða hans á Iceland Airwaves vakti mikla athygli. Hann birti þessa mynd af sér á Instagram á dögunum þar sem hann heldur á ketti.

Sjáðu kisa

View this post on Instagram

📷 by @thewifiguy 💖

A post shared by GKRGKRGKR (@gkrgkrgkr) on

Nema hvað.

Auglýsing

Eigandi kattarins sá myndina og bar um leið kennsl á köttinn sinn. Og það er óhætt að segja að hún hafi verið alveg brjáluð, enda þekkti hún ekki rapparann unga sem hélt á kettinum.

„Haltu á ketti hvað ég er brjáluð!“ – segi svona.

Sagan er ekki búin. Á Twitter var fólk ekki lengi að bera kennsl á GKR og segja eigandanum allt af létta.

Og eigandinn lét ekki segjast…

…Fyrr en GKR mætti sjálfur á svæðið

Og allt féll í ljúfa löð.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram