Reiður hlustandi hjólaði í Kjartan Atla og Hjörvar: „Mér finnst ekkert fyndið við þetta hjá ykkur“

Auglýsing

Reiður hlustandi hringdi inn í þáttinn Brennsluna á FM957 í morgun og skammaði stjórnendur þáttarins, þá Hjörvar Hafliðason og Kjartan Atla Kjartansson fyrir að gera grín að fátækum. Hjörvar sagði hlustandann ekki hafa náð kaldhæðninni. Hlustaðu á brotið hér fyrir neðan.

Stikla sem auglýsir sérstakan fátæktarleik fór fyrir brjóstið á hlustandanum, ungri konu, sem sagði að það gætu ekki allir unnið fyrir sér. „Það eru ekkert allir sem mega vinna,“ sagði hún.

Það er ekkert þér að kenna ef þú átt ekki fyrir því að sjá fyrir börnunum þínum. Mér finnst ekkert fyndið við þetta hjá ykkur, þetta fátækrahorn. Þetta er líklega ástæðan fyrir því að ég hlusta ekki á ykkur. Ég vil losna við að hlusta á ykkur á morgnana.

Kjartan Atli sagði í kjölfarið gott að láta skamma sig í beinni útsendingu og Hjörvar sagði leiðinlegt að þurfa að útskýra grínið.

„Rétt fyrir jól voru haldnir svo margir fátæktarleikir á útvarpsstöðvum og Facebook og svona,“ sagði hann.

Auglýsing

„Vissulega er ekki verið að gera grín að fátækt, sem er grafalvarleg. Heldur er að sjálfsögðu verið að gera grín að því að fátæktin sé markaðsvædd.“

Hlustaðu á brotið úr þættinum hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram