Rikki G kominn í kleinuhringjabúninginn og ætlar að hlaupa tíu kílómetra

Auglýsing

Ríkharð Óskar Guðnason, dagskrárstjóri FM957 ætlar að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn. Þetta mun hann gera í kleinuhringjabúning sem hann frumsýndi á Facebook síðu sinni í dag. Rikki ætlar að hlaupa fyrir Ljónshjarta, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur misst maka og börn þeirra.

Rikki hefur lengi verið kallaður kleinuhringurinn af samstarfsfélögum sínum á FM957 þeim Agli Einarssyni, Auðunni Blöndal og Steinda Jr. sem sjá um útvarpsþáttinn FM95Blö.

Rikki ætlaði upprunalega að hlaupa þrjá kílómetra í búningnum en hefur hækkað vegalengdina upp í tíu kílómetra vegna fjölda áskoranna. Aron Einar Gunnarsson, landsliðsmaður í fótbolta og Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handbolta voru á meðal þeirra sem hvöttu Rikka til að hlaupa lengra og styrktu söfnun hans.

Hann segir þó að mesta pressan hafi komið frá Auðunni Blöndal, þjálfara hans. Rikki segir í samtali við Vísi.is í dag að vinir hans og þjálfarinn Auðunn Blöndal hafi lesið yfir honum að hafa ætlað að hlaupa svona stutt.

Auglýsing

Hann segir þá að hann hafi ekki hlaupið slíka vegalengd í háa herrans tíð og skrokkurinn sé ekki upp á sitt besta. „Það er spennu og kvíðahnútur í maganum að hlaupa þessa vegalengd í þessum kleinuhring,“ segir Rikki G við Vísi.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram