Rúllandi sítróna brýtur internetið: „Þessi sítróna er fyrirmyndin mín”

Auglýsing

Myndband af sítrónu sem rúllar niður götu í San Diego í Bandaríkjunum hefur slegið í gegn á internetinu. Rúmar 6 milljónir hafa horft á sítrónuna rúlla eftir götunni í rúmar tvær mínútur. Sjáðu myndbandið hér að neðan

Það var ljósmyndarinn Mike Sakesegawa sem birti myndbandið af sítrónunni en hann rakst á sítrónuna skammt frá heimili sínu og varð heillaður. Hann tók atvikið upp á símann sinn og birti á Twitter og á nokkrum klukkutímum höfðu milljónir séð myndbandið.

Mike tók sítrónuna sem hefur öðlast heimsfrægð með sér heim og þreif hana. Hann segir að þrátt fyrir að myndbandið sé einungis tæpar 2 mínútur hafi sítrónan rúllað í töluvert lengri tíma.

Auglýsing

 

Fjölmargir hafa tjáð sig um myndbandið á Twitter

https://twitter.com/linodelacruz_/status/1017413304216576000

 

 

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram