Kryddaður kjúklingur í sítrónu-rjómasósu

Hráefni:

  • 1 msk ólívuolía
  • 1 msk dijon sinnep
  • rifinn börkur af 1 sítrónu
  • 1/2 tsk þurrkað timjan
  • 1/2 tsk þurrkað rósmarín
  • sjávarsalt og svartur pipar eftir smekk
  • 8 kjúklingalæri
  • 2 msk smjör

Sítrónu-rjómasósa:

    • 2 hvítlauksgeirar, rifnir niður
    • 1/4 tsk rauðar chilliflögur, meira eftir smekk
    • 1 1/2 dl kjúklingasoð
    • 1 1/2 dl rjómi
    • safinn af 1 sítrónu
    • 1/2 tks þurrkuð basilika
    • sjávarsalt og svartur pipar eftir smekk

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður.

2. Hrærið saman ólivuolíu, dijon sinnep, rifinn sítrónubörk, timjan, rósamarín, salt og pipar. Penslið kjúklinginn með blöndunni.

3. Hitið smjör á pönnu (sem má fara inn í ofn) og steikið kjúklinginn í 2-3 mín á hvorri hlið eða þar til hann gefur tekið á sig fallega gylltan lit. Færið kjúklinginn yfir á disk eða fat og leggið til hliðar. Hellið mestu fitunni af pönnunni, skiljið eftir c.a. 1 msk.

4. Bætið hvítlauk og chilli á pönnuna og steikið í 1-2 mín. Hærið þá kjúklingasoð, rjóma, sítrónusafa og basiliku saman við ásamt salti og pipar. Náið upp suðu og leyfið þessu að malla í 3-5 mín eða þar til þetta fer að þykkna. Færið þá kjúklinginn aftur yfir á pönnuna.

5. Setjið pönnuna í ofninn í um 25-30 mín. Berið fram strax.

Auglýsing

læk

Instagram