Rúrik segir að Instagram-fylgjendum hafi fækkað eftir að hann byrjaði að birta myndir af kærustunni

Rúrik Gíslason er einn vinsælasti Íslendingurinn á samfélagsmiðlum en undanfarið hefur fylgjendum hans á Instagram fækkað. Rúrik segir að þetta hafi gerst eftir að hann byrjaði að birta myndir af kærustunni sinni.

Sjá einnig: Rúrik ekki lengur með milljón fylgjendur á Instagram

Rúrik vakti mikla athygli á HM í Rússlandi síðasta sumar og varð algjör sprenging á samfélagsmiðlum kappans. Hann fékk mest rúma 1,3 milljón fylgjendur og varð vinsælasti Íslendingurinn á Instagram um stund.

Rúrik sem er 31 árs gamall er í sambandi með fyrirsætunni Nathalia Soliani en þau eru bæði dugleg að sýna frá ævintýrum sínum á samfélagsmiðlum.

,,Fylgjendurnir hafa horfið eftir að ég byrjaði að birta myndir af kærustunni minni. Ég veit ekki af hverju,“ sagði Rúrik í viðtali við þýska miðilinn Sudwestrundfunk .

Sjá einnig: Rúrik Gíslason setur íslenskt gin á markað

View this post on Instagram

Wedding weekend ??

A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on

Auglýsing

læk

Instagram