Russell Crowe segir Michael Jackson hafa gert símaöt í sér í þrjú ár

Leikarinn Russell Crowe telur að Michael Jackson heitinn hafi á tímabili hringt reglulega í sig og gert símaat. Þetta kemur fram á vef The Guardian. Crowe telur að Jackson hafi stundað þetta í þrjú ár eftir að hann komst að því hvaða dulnefni leikarinn notar til að bóka hótelherbergi.

Sjá einnig: Michael Jackson mesti sóðinn í Hollywood

Crowe segist aldrei hafa hitt Michael Jackson.

Það skipti engu máli hvar ég var, hann hringdi alltaf og lét eins og hann væri 10 ára. Hann sagði til dæmis: „Er herra Veggur við? Er herra Veggur þarna? Eru engir veggir þarna? Hvað heldur uppi þakinu?“

Brandarinn virkar að sjálfsögðu betur á ensku — þó deila megi um virkni hans almennt.

Crowe sagði frá öðru ati sem Jackson gerði reglulega í honum í viðtali við The Sun árið 2013.

Þá hringdi Jackson og sagði að Crowe yrði að yfirgefa bygginguna vegna neyðarástands. Þegar Crowe spurði hver þetta væri sagði röddin á hinum enda línunnar: „Engar áhyggjur, Russell. Þetta er Michael.“

Auglýsing

læk

Instagram