Saga Garðars gefur karluglum kynlífsráð á Instagram: „Öllum fuglum finnst gott að láta kroppa í gotraufina sína”

Leikkonan og grínistinn Saga Garðarsdóttir er stórskemmtileg á Instagram. Í dag bauð hún fylgjendum sínum að spyrja náttugluna sína spurninga um framtíðina. Einn fylgjandinn vildi fá þrjú góð ráð til þess að stunda gott kynlíf.

Náttuglan var svo sannarlega til í að gefa góð kynlífsráð enda sérfræðingur í þeim málum.

„Ef eitthvað er mér meira hugleikið annað en framtíðin þá er það kynlíf. Ég lærði framtíðarkynlífsfræði í háskólanum í Toronto,” skrifaði uglan áður en hún gaf þrjú ráð sem má auðveldlega yfirfæra á mannfólk.

1.Öllum fuglum finnst gott að láta kroppa í gotraufina sína. Ég hvet þig til þess að drekka te eða láta klaka leika um gogginn áður en þú ferð niður á elskuna þína.

2.Ólíkt kvenfuglunum er steggurinn með g-blettinn í rassinum. Settu mjóa spítu þangað eða biddu einhvern orm um að gera þér þann greiða að skríða þangað inn á meðan þið elskist.

3.Stélfjaðrirnar eru mjög næmar enda liggja ótal taugaendar þangað. Bjóddu elskunni þinni að nudda hana með olíu og endaðu ferðalagið þar. Hún mun ærast úr frygð og kvaka á meira. You have my word!

Sjá einnig: Instagram stjörnurnar svara spurningum fylgjenda í nýrri uppfærslu: „Er pabbi þinn feitur eða massaður?”

Uglan minnir svo á að lykilatriðið í öllum ástarleikjum sé að hlusta á hvort annað og tala saman. Uglan svarar svo fleiri spurningum á Instagram hjá Sögu Garðars. Þar er meðal annars farið yfir hvernig Íslandi mun ganga í Eurovision á næsta ári, hver sé tilgangur lífsins og hvað fólk muni borða í morgunmat eftir 100 ár.

Auglýsing

læk

Instagram