Samfestingur Ragnhildar Steinunnar veldur uppþoti, sakar RÚV um að hafa stolið hönnun

Auglýsing

Linda Björk Árnasdóttir, hönnuður og lektor í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, segir að RÚV beri greinilega enga virðingu fyrir vinnu hönnuða og hugverkarétti.

Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist þegar hún var kynnir í Söngvakeppninni á laugardaginn hefur vakið mikla athygli en hann þykir mjög líkur samfestingi úr vorlínu tískuhússins Balmain. Vísir greinir frá þessu.

Linda Björk segir að þetta sé augljós stuldur. „Mér þykir leiðinlegt að ríkisfyrirtækið RÚV þurfi að vinna með þessum hætti og steli annarra manna hönnun. Það er ómerkilegt og ekki ásættanleg vinnubrögð. Í staðinn fyrir að vinna með einhverjum flottum íslenskum hönnuðum, við eigum fullt af þeim,“ segir hún í samtali við Vísi.

Það var klæðskerinn Elma Bjarney Guðmundsdóttir sem saumaði samfestinginn. Hún segist ekki vera hönnuður flíkinnar, hún hafi unnið með innblástur frá samfestingi Balmain.

Auglýsing

„Við vissum nákvæmlega að við værum að gera svipaða flík, þetta er bara öðruvísi efni og öðruvísi belti en útlitið er svipað. Skikkjan er reyndar öðruvísi. Þannig að það er engin okkar sem skráir sig sem hönnuð,“ segir Elma Bjarney.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram