Segja skoðun ráðuneytis leiða í ljós að enginn texti í skýrslu Bjarna Ben hafi verið „hvíttaður“

Skoðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiddi í ljós að enginn texti í skýrslu starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um eignir Íslendinga á aflandssvæðum var „hvíttaður“.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins.

Örskýring: Hvaða skýrslu eru allir að tala um og af hverju er Bjarni Ben sakaður um að segja ósatt?

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra, hefur verið sakaður um að bíða með að birta skýrsluna þangað til eftir kosningar.

Í tilkynningunni segir að eftir umfjöllun og umræðu í fjölmiðlum um frágang skýrslunnar hafi verið farið vandlega yfir ferlið við vinnslu skýrslunnar.

Þetta kom í ljós:

  • Eftir að skýrslunni var skilað til ráðuneytisins um miðjan september var henni ekki breytt efnislega.
  • Hins vegar voru gerðar smávægilegar lagfæringar af eða í samráði við formann starfshópsins, m.a. á titli hennar.
  • Titillinn var skrifaður í textabox sem er af ákveðinni stærð. Þar sem lagfærður titill var lengri en upphaflegur titill færðist textinn niður og varð lengri en stærð textaboxins leyfði.
  • Því færðist hluti undirfyrirsagnarinnar og annar texti niður og af þeim sökum féll dagsetning af forsíðunni.

Þetta kemur einnig fram í tilkynningunni:

„Ráðuneytið áréttar að aldrei voru áhöld um hvenær vinnslu skýrslunnar lauk. Skýrt er tekið fram í skýrslunni að henni hafi verið skilað er liðið var á september. Loks vísar ráðuneytið til þess að vanalegt að setja dagsetningu þess dags eða mánuðar þar sem viðkomandi rit eru birt, og því hefði verið réttast að á forsíðu hennar stæði janúar 2017.“

Auglýsing

læk

Instagram