Segja skopmynd Helga dulbúið hatur og heimsku: „Miðaldra horkarl með dulbúinn hatursáróður“

Skopmynd Helga Sigurðssonar sem birtist í Morgunblaðinu í gær hefur heldur betur vakið athygli. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt myndina eru Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland og Steindór Jónsson, blaðamaður og grínisti. Þeir Logi Pedro Stefánsson og Sigurbjartur Sturla Atlason ræddu myndina í morgunþættinum Múslí í Útvarpi 101 í morgun.

Sjá einnig: Ugla Stefanía gagnrýnir skopmyndina umdeildu: „Mjög misvísandi áróður sem er settur fram í búning gríns“

Logi sparar ekki stóru orðin og segir Helga vera „miðaldra horkarl með dulbúinn hatursáróður“ og að myndin sé ekkert nema bara illa dulbúinn hatur. Sigurbjartur segir að þetta sé fyrst og fremst hugsunarleysi, svona hlutir gerist ekki nema í hatri eða hugsunarleysi.

Logi bendir þá á að þetta sé alls ekki í fyrsta skipti sem Helgi „púlli eitthvað svona“ og að það sé orðið ansi skýrt að þetta sé einfaldlega hatur hjá Helga.

Sjá einnig: Segir skopmyndateiknara Morgunblaðsins hafa náð nýjum hæðum af viðbjóði í dag

„Vandamálið er þetta, við höfum séð svona skopmyndateikningar notaðar í gegnum árin, frá því að gyðingar voru áreittir. Skopmyndir sem hatursáróður hafa verið notaðar gegn gyðingum, gegn svörtu fólki, gegn konum, gegn samkynhneigðum og hérna er verið að gera það gegn trans-fólki,“ segir Logi.

Þá bætir hann við að það megi alveg grínast með allt, en það þýði ekki að grínið sé ekki hatur. Þá sammælast þeir um að þetta grín sé bara alls ekkert fyndið.

Hlustaðu á umræðu Loga og Sigurbjartar hér að neðan

Auglýsing

læk

Instagram