Sigmundur Davíð birtist í MR fimm árum eftir útskrift og þóttist vera nemandi í heila viku

Nútíminn birti á dögunum skemmtilega sögu úr fortíð Sigmundar Davíðs, þar sem kom fram að hann hafi verið ósáttur við mynd sem var teiknuð í tilefni af útskriftinni úr Menntaskólanum í Reykjavík og látið teikna nýja.

Eftir að sagan birtist bárust ábendingar úr ýmsum áttum um aðra góða sögu sem átti sér stað fimm árum eftir að Sigmundur Davíð útskrifaðist úr MR. Sagan birtist svo í nærmynd af Sigmundi Davíð í Stundinni í síðustu viku.

Í janúar árið 2000 birtist Sigmundur Davíð í skólastofu með bekknum 6-Y í MR og settist á fremsta bekk. Enginn kannaðist við hann. Hann sagðist vera nýr í bekknum og þegar kennarinn fann ekki nafn hans á skrá yfir nemendur sagði hann samkvæmt Stundinni að það væri verið að ganga frá skráningu hans í skólann.

Heimildir Nútímans herma að Sigmundur Davíð, þá 25 ára gamall, hafi verið kosinn bekkjarráðsmaður Y-bekkjarins eftir að hafa sýnt embættinu áhuga. Hann sótti skólann samviskusamlega í heila viku.

Stundin hefur eftir þáverandi nemanda að þetta hafi verið afar furðulegt. „Ég kenndi í brjósti um þennan strák sem talaði ekki við neinn og virtist hálf feiminn og lítill í sér,“ segir hann í Stundinni.

Ég ákvað því að tala við hann og opna svona aðeins dyrnar inn í bekkinn fyrir hann. Þá leggur hann spilin á borðið og segist vera löngu útskrifaður úr MR. Hann hafi verið að koma úr námi erlendis og ákveðið að nýta dauðan tíma áður en hann byrjaði í nýrri vinnu í að heimsækja gamla skólann sinn.

Það var svo eftir viku sem hann sagði til sín og uppljóstraði að hann hafði útskrifaðst sem stúdent frá MR árið 1995. Hann sagðist þá hafa gert þetta í gríni til að gá hvort kennararnir þekktu hann aftur, sem þeir gerðu ekki fyrr en hann gaf sig fram í tíma hjá Yngva Péturssyni, nú rektor en þá stærðfræðikennara við skólann.

Auglýsing

læk

Instagram