today-is-a-good-day

Kári Stefánsson skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: „Þú ert að fylgja fordæmi öfgaflokka í Evrópu og Trumps í Bandaríkjunum“

Kári Stef­áns­son, for­stjóri íslenskrar erfða­grein­ing­ar, skrifaði opið bréf til Sigmundar Davíðs, formanns Miðflokksins, á Facebook í dag. Kári segir að í dag sé býsna erfitt að átta sig á því hvert Sigmundur sé að fara. Hann fylgji fordæmi öfgaflokka í Evrópu og Trumps í Bandaríkjunum, það sé langt fyrir neðan virðingu þess Sigmundar Davíðs sem hafi komið eins og ferskur blær inn í íslensk stjórnmál fyrir nokkrum árum.

„Hann barðist fyrir hugsjónum sínum. Í dag er býsna erfitt að átta sig á hvert þú ert að fara nema það sé, hvað sem er fyrir hvaða stuðning sem er,“ skrifar Kári. Hann lýsir Sigmundi sem manni sem er stöðugt að leita að annarra manna flísum, sitjandi á eigin bjálka.

Sjá einnig: Segir Miðflokkinn snýttan úr nös Donald Trump: „Hættuleg öfl eru á sveimi í íslensku þjóðfélagi“

Hann bætir við að í leit Sigmundar að pólitískum stuðningi í samfélaginu geri hann út á þá vonlausu og firrtu í stað þess að varða þeim úr vonlausu og firrtu ástandi. Með því að ala á vonleysinu og firringunni fylgi Sigmundur fordæmi öfgaflokka í Evrópu og Trumps í Bandaríkjunum.

 

Sjá einnig: Sjö ástæður fyrir því að Kári Stefánsson er harðasti maður landsins

Um Klaustursmálið skrifar Kári að það geti allir lent í því að láta óviðeigandi hluti út úr sér undir áhrifum áfengis, sem er eitur sem breytir starfsemi heilans. Viðbrögð þingmannanna við því að samtöl þeirra hafi verið tekin upp og spiluð fyrir eyru landsmanna séu hinsvegar virkilega athyglisverð.

„Í stað þess að viðurkenna einfaldlega að þeir hafi verið fullir og sagt alls konar vitleysu sem þeir allsgáðir meini ekki og skammist sín fyrir mátti á þeim skiljast að sá sem tók upp samtalið væri ábyrgur orða þeirra en ekki þeir sjálfir. Samkvæmt þessari nýstárlegu túlkun á tilvistarhyggjunni væru allir þeir sem horfa á tré falla í skóginum í raun réttri skógarhöggsmenn. Sigmundur Davíð þú ert einn af þingmönnunum á Klausturbarnum og sá sem leiddi þá í tilraunum til þess að kenna konunni sem tók up samtalið um ykkar eigin sóðaskap.“

Bréf Kára í heild sinni má sjá hér að neðan

 

Auglýsing

læk

Instagram