Auglýsing

Sigmundur Davíð sá eini sem er ekki búinn að greiða fyrir dagatal: „Ef þú sérð þennan mann þá skuldar hann mér 1500 kr“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, skuldar Erlingi Sigvaldasyni enn fyrir dagatal sem sýnir íslenskt stjórnmálafólk rangeygt. Þetta kemur fram á vef Stundarinar í dag.

Sjá einnig: Erlingur ætlar að framleiða dagatal með myndum af rangeygðum stjórnmálamönnum: „Jólagjöfin í ár“

Erlingur greindi frá því á Twitter að Sigmundur skuldaði honum enn 1500 krónur en Sigmundur er einn af þeim stjórnmálamönnum sem keypti eintak af Erlingi. Eintökin voru afhent í desember en Sigmundur hefur ekki enn borgað fyrir sitt.

Erlingur segir í samtali við Stundina að allir aðrir hafi greitt fyrir dagatalið. Bjarni Ben hafi Aurað upphæðina á hann, Steingrímur J. hafi millifært á hann en aðrir hafi greitt með reiðufé.

„Sigmundur sagðist vilja kaupa dagatal, aðstoðarmaðurinn fékk reikningsnúmer og er ekkert að frétta síðan 11. desember,“ segir Erlingur á Stundinni.

UPPFÆRT: Sigmundur búinn að borga dagatalið: „Hverfur því af skuldalistanum mínum“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing