Sigmundur skiptir um skoðun: Skattahækkun á mat var aðför að láglaunafólki

„Það er löngu sannað að skattahækkanir á matvæli koma verst við þá sem lægst hafa launin og þegar virðisaukaskattur á matvæli var lækkaður á sínum tíma skipti það mjög miklu máli fyrir fjárhag heimilanna,“ skrifaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á bloggsíðu sína í ágúst árið 2011.

Í nýju fjárlagafrumvarpi, sem kynnt var í gær, kemur fram að til standi að hækka virðisaukaskatt á matvæli úr 7% í 12%. Sigmundur Davíð lagðist gegn slíkum hækkunum fyrir þremur árum og kallaði þær „hreina aðför að láglaunafólki“.

Þetta er rangt og þetta verður að stöðva.

Sigmundur sagði að ef af slíkum skattahækkunum yrði myndi fyrsta verk Framsóknar í ríkisstjórn vera að afnema þær.

Stjórnin hefur sóað dýrmætum tíma síðustu tvö ár og aukið á vandann frekar en hitt með skattahækkunum og framtaksleysi. Því miður hafa gríðarleg tækifæri glatast á þessum tíma og vandinn hefur orðið meiri og meiri. Haldi þetta áfram verður enn erfiðara að snúa við blaðinu og rétta við ríkisfjármálin og byggja upp velferðarsamfélagið á ný. Meiri skattahækkanir eru ekki lausn heldur vandamál.

Smelltu hér til að lesa færslu Sigmundar.

Uppfært klukkan 18.01: Sigmundur Davíð hefur birt nýjan pistil á bloggsíðu sinni þar sem hann segir gagnrýni mín á hugmyndir um hækkun virðisaukaskatts á matvæli í tíð síðustu ríkisstjórnar hafi verið í samhengi við aðrar skattahækkanir á þeim tíma.

Ekki hvað síst með vísun í að efra þrepið væri orðið óeðlilega hátt. Slíkar hækkanir hefðu þá verið viðbót við stöðugar hækkanir annarra skatta, gjalda og verðlags og þannig rýrt enn kaupmátt heimilanna. Í því lágu áhyggjur mínar og í því liggja þær enn, að hækkun virðisaukaskatts á matvæli geti skert kaupmátt.

Smelltu hér til að lesa nýja færslu Sigmundar.

Auglýsing

læk

Instagram