Sigmundur um mál Ingós Veðurguðs: „Skiptir máli í hvaða liði þú ert“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræddi málefni Ingólfs Þórarinssonar, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, í viðtali við Frosta Logason. Þar var Sigmundur ómyrkur í máli þegar það kom að Ríkisútvarpinu sem, eins og einhverjir vita, tók drottningarviðtal við gerandann í máli Ingólfs – manninn sem dæmdur var fyrir gróf brot á meiðyrðarlöggjöfinni í Landsrétti fyrir ógeðfelld ummæli um söngvarann sem ekki áttu við rök að styðjast.

„Hafa þeir tekið viðtal við Ingó Veðurguð til þess að leyfa honum að fara yfir sína hlið mála. Nei.“

„Það er svona fráhvarf frá því sem var ein af grundvallarreglum vestræns réttaríkis sem er að eitt skuli yfir alla ganga – allir skuli vera jafnir fyrir lögum. Þetta er gjörbreytt. Nú er allt metið. Allt sem menn segja eða gera er metið út frá því í hvaða liði menn eru, hvar í fórnarlambapýrmídanum menn eru staddir. Öll réttindi til að tjá sig eða gera eitthvað, brjóta af sér eða gera eitthvað gott – allt er metið út frá því hver á í hlut og hvaða liði viðkomandi tilheyrir,“ sagði Sigmundur Davíð og tók sem dæmi Ríkisútvarpið.

Hann sagði RÚV hafa reynt að „rétta“ niðurstöðu Landsréttar með drottningarviðtali við gerandann – Sindra Þór Sigríðar Hilmarsson. Viðtal sem fáir afbrotamenn hefðu fengið í jafn miklum uppslætti og raun bar vitni.

Hættuleg þróun

„Hafa þeir tekið viðtal við Ingó Veðurguð til þess að leyfa honum að fara yfir sína hlið mála. Nei. Hann er ekki í réttu liði,“ segir Sigmundur Davíð og bætti við að þessi þróun væri hættuleg.

„Þetta er það sem gerir þessa þróun svo hættulega, annarsvegar eins og við ræddum áðan þetta brotthvarf frá raunveruleikanum – skortinn á raunveruleikatenginu, og þegar að það helst í hendur við að fara að dæma alla út frá því hvaða liði þeir tilheyra, hvernig litbrigði húðarinnar er, af hvaða kyni menn eru – þá ertu kominn með hættulega blöndu,“ segir Sigmundur Davíð í þessu opinskáa viðtali í hlaðvarpsþættinum „Spjallið með Frosta Logasyni“ sem hægt er að horfa á og heyra á Brotkast.is.

„Hann ætlar ekki að sitja undir því að vera sakaður um að nauðga konum og beita ofbeldi.“

Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Ingós Veðurguðs, staðfesti við fjölmiðla í gær að tónlistarmaðurinn hefði sent annarri konu kröfubréf vegna ummæla sem hún lét um hann falla á netinu árið 2022. Miðað við dóm Landsréttar að þá má búast við því að konan verði sakfelld fyrir brot á meiðyrðarlöggjöfinni líkt og Sindri Þór Sigríðar Hilmarsson. Ingólfur hefur þó gefið konunni tækifæri á að ljúka málinu utan dómstóla með greiðslu 250 þúsund króna í miskabætur og til viðbótar 150 þúsund króna í lögmannskostnað.

„Hann ætlar ekki að sitja undir því að vera sakaður um að nauðga konum og beita ofbeldi,“ segir Auður Björg.

Auglýsing

læk

Instagram