Sjáðu 10 ára gamlan Króla rappa í Hlemma Vídeó

Rapparinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn á Íslandi. Hann sló í gegn í fyrra ásamt JóaPé þegar þeir félagar gáfu út lagið B.O.B.A. en þeir hafa í kjölfarið gefið út tvær plötur.

Sjá einnig: JóiPé og Króli einoka vinsældarlista Spotify: Sitja í 17 efsu sætunum á íslenska listanum

Króli hefur þó verið lengi að í skemmtanabransanum eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Þar má sjá 10 ára gamlan Króla rappa í sjónvarpsþáttunum Hlemma Vídeó sem sýndir voru á Stöð 2.

Hlemma Vídeó voru sýndir á Stöð 2 veturinn 2010-2011. Ágústa Eva Erlendsdóttir og Pétur Jóhann Sigfússon fóru með aðalhlutverk í þáttunum en á meðal handritshöfunda voru Hugleikur Dagsson, Sigurjón Kjartansson, María Reyndal og Ari Eldjárn.

Auglýsing

læk

Instagram