Sjáðu Taron Egerton sem Elton John í fyrstu stiklunni fyrir Rocketman myndina

Auglýsing

Fyrsta stiklan fyrir kvikmyndina Rocketman var frumsýnd í dag. Þar má sjá leikarann Taron Egerton í hlutverki Elton John. Myndin kemur út á næsta ári.

Í stiklunni má meðal annars sjá Egerton, sem sló í gegn í Kingsman myndunum, syngja titillag myndarinnar. Tom Hardy var upprunalega ráðinn til þess að leika Elton John en þurfti að hætta við vegna þess að hann gat ekki sungið.

Ljóst er að kvikmynda- og tónlistaraðdáendur munu bíða spenntir eftir þessari mynd en stiklan lofar góðu.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram