Unnur Eggertsdóttir stundar nú nám í leiklist í New York. Hún flutti á dögunum 50 Cent slagarann P.I.M.P við góðar undirtektir á Cranky Cabaret í New York. Myndband af flutningnum má sjá hér fyrir neðan.
Unnur segir í samtali við mbl.is að hún hafi ákveðið að flytja lagið í einhverju flippi þar sem hún hefur elskað 50 cent síðan hún var allt of lítil til að mega hlusta á lögin hans.
Það var smá erfitt að finna út réttu útsetninguna fyrir lagið. Ég fékk bara hálftíma með undirleikaranum en við vorum fljótar að setja lagið saman og ég var nokkuð satt með útkomuna.
Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.