Heimsfrægur ljósmyndari frumsýnir kvikmynd um íslenskan ljósmyndara

Í kvöld er heimsfrumsýning á kvikmyndinni Unnur.

Í myndinni er fylgt eftir íslenskum ljósmyndara, brimbrettamanni og fyrrum kajakmanni að nafni Elli. Hann kemst nálægt dauðanum þegar hann nærri drukknar undir fossi þegar hann fer á kajak niður erfiða íslenska á. Elli gefur kajak íþróttina upp á bátinn og finnur nýja ástríðu á brimbrettinu auk þess að fá nýja sýn á lífið þegar Unnur dóttir hans kemur í heiminn.

Kvikmyndinni verður streymt í beinni útsendingu í kvöld á Facebook síðu Billabong og á síðu Chris Bukard  sem á heiðurinn af kvikmyndinni, ásamt tökuliði.

Hér má nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn ásamt nánari tímasetningu.

Auglýsing

læk

Instagram