Sjálfsskaðinn byrjaði bara eins og hvert annað fikt: „Átti bara að vera einu sinni“

„Þetta byrjaði bara eins og hvert annað fikt. Átti bara að vera einu sinni. En mér leið bara í fyrsta skipti eins og ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af öllu í smá stund. Ég fann fyrir einhverju.“

Segðu frá, komdu út með’a, segir á vefsíðu forvarnarverkefnisins Útmeð’a en í dag var birt nýtt forvarnarmyndband þar sem áhersla er lögð á sjálfsskaða. Á síðunni er einnig að finna myndband þar sem fjallað var um sjálfsvíg.

Í myndbandinu er unglingsstúlka sem glímir við sjálfsskaða í aðalhlutverki. Hún segir frá sjálfri sér og vanlíðan sinni.

„Og það er ekki eins og ég vilji endilega deyja. Það hefur alveg komið fyrir að hugsi það samt en þá væri ég að flýja lífið. Ég vil frekar finna leið til þess að lifa því. Og áður en þú segir eitthvað þá er ég ekki athyglissjúk eins og margir halda. Eða í ástarsorg. Ef mig vantaði athygli þá væri ég ekki að fela þetta,“ segir stúlkan í myndbandinu.

„Þetta mun bara minna mig á að lífið er ekki sjálfgefið. Það þarf að vinna fyrir því. Það er kannski asnalegt en ég finn það bara núna hvernig það er að segja þess hluti uppáhátt, það er allt öðruvísi en að burðast með þá einn. Það er tilfinning sem ég er búin að sakna,“ segir í lokin.

Á síðunni eru upplýsingar um sjálfsskaða og sjálfsvíg fyrir þau sem glíma við sjálfsskaða og þau sem hafa íhugað eða reynt sjálfsvíg og einnig fyrir aðstandendur þeirra sem líða illa.

Verkefnið er unnið fyrir Landssamtökin Geðhjálp og Rauða krossinn af Tjarnargötunni.

Auglýsing

læk

Instagram