Sjö milljónir í sektir fyrir að tala í síma undir stýri á rúmum mánuði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út sektir fyrir tæpar sjö milljónir króna fyrir notkun á farsíma undir stýri. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Lögreglunnar.

Sektir fyrir ýmis umferðarlagabrot hækkuðu umtalsvert þann 1. maí síðastliðinn þegar ný reglugerð tók gildi. Ein helsta ástæðan fyrir sektunum var sú að þær höfðu ekki hækkað í rúman áratug og höfðu því lítin sem engan fælingarmátt.

Sjá einnig: Skelfilega margir í símanum undir stýri, sjáðu nýtt myndband úr umferðinni í Reykjavík

Sektin fyrir að tala í símann undir stýri var 5 þúsund krónur en eftir breytinguna hækkaði hún upp í 40 þúsund krónur og varð því áttfalt hærri.

Á Facebook-síðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að síðan breytingarnar tóku gildi, fyrir rúmum mánuði hafi hún gefið út 173 sektir fyrir að tala í símann undir stýri og er það jafnvirði sjö milljóna íslenskra króna.

Þetta sé alltof mikið  og vonar lögreglan að ökumenn fari að læra af þessu.

Auglýsing

læk

Instagram