Skálað fyrir mökum á árshátíð WOW Air í Hörpu: „Takk fyrir að vera frábær og skilningsríkur maki!“

Skálað var fyrir mökum starfsfólks WOW Air á árshátíð flugfélagsins í Hörpu í gærkvöldi. Eftir því sem Nútíminn kemst næst eru miklar kröfur gerðar til starfsfólks enda fyrirtækið í örum vexti. Það getur haft áhrif á fjölskyldulíf fólks.

Mikil stemning var á árshátíðinni en Saga Garðars var veislustjóri, Sóli Hólm var með uppistand og forstjórinn Skúli Mogensen flutti ræðu. Þá kom Friðrik Dór fram, WOW kórinnn tók lagið og plötusnúðarnir Gullfoss og Geysir héldu uppi stuðinu að lokinni dagskrá.

Heimildir Nútímans herma makar starfsfólks Wow hafi fengið nælu að gjöf en á henni stóð: „Ég nældi mér í WOWara“. Á miða sem fylgdi gjöfinni stóð: „Takk fyrir að vera frábær og skilningsríkur maki! skál fyrir þér!“

Loks var skálað fyrir mökunum sem voru afar ánægðir við upphefðina.

Auglýsing

læk

Instagram