Auglýsing

Skjár 1 snýr aftur: „Bara ég í bílskúrnum heima“

Sjónvarpsstöðin Skjár 1 fer í loftið hér á landi 14. maí næstkomandi. Stöðin mun eingöngu sýna erlendar kvikmyndir en stofnandi sjónvarpsstöðvarinnar segir að ný snjalltækni sé ástæðan fyrir því að hann geti sett nýja sjónvarpsstöð í loftið. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Hólmgeir Baldursson, stofnandi og eigandi stöðvarinnar segir í samtali við RÚV að það sé ekkert stórfyrirtæki á bak við nýju stöðina. Hann sé bara að sjá um eþtta í bílskúrnum heima hjá sér. Þá segir hann að Skár 1 sé ekki það sama og Skjár Einn, sem breyttist í Sjónvarp Símans árið 2016.

Á stöðinni verða sýndar tvær erlendar kvikmyndir, með íslenskum texta, í línulegri dagskrá á hverju kvöldi. Hægt verður að horfa á dagskrána sjö daga aftur í tímann. Hólmgeir segir í samtali við RÚV að það verði kannað í haust hvort það verði mögulegt að sýna íslenskt dagskrárefni.

„Það er dýrt og það þarf að vera góður grunnur á bak við þannig lagað. Maður þarf að vera viss um að maður sé með áskrifendur sem dekka það.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing