Skúli bjartsýnn í tölvupósti til starfsfólks WOW air: „Okkur miðar vel“

Skúli Mogensen sendi starfsfólki tölvupóst í morgun þar sem hann sagðist bjartsýnn á að ná að klára skuldabréfaútboð og tryggja framtíðarfjármögnun WOW air. Þetta kemur fram á Vísi.

Örskýring: WOW air reynir að redda sér peningum og við reynum að útskýra málið

Í tölvupóstinum sem Vísir birtir segir Skúli að unnið hafi verið að því dag og nótt að klára skuldabréfaútboðið sem á að tryggja framtíðarfjármögnun WOW air. „Okkur miðar vel og við sjáum glitta í endalínuna og erum mjög bjartsýn á að ná að klára þetta,“ segir hann.

Það er hins vegar eðlilegt að það taki tíma að fá lokaniðurstöður á hreint áður en við getum klárað allt.

Fjölmiðlar hafa fjallað mikið um vandræði WOW air og Skúli segist búast við því að þeir haldi því áfram. „[Ég] skil að þið eruð undir mikilli pressu frá vinum og fjölskyldu sem velta fyrir sér hvað er í gangi,“ segir hann.

„Við gefum ykkur nánari upplýsingar eins fljótlega og við mögulega getum. Á meðan skulum við halda áfram þeirri frábæru vinnu sem við höfum innt af hendi á hverjum einasta degi.“

Auglýsing

læk

Instagram