today-is-a-good-day

Snæbjörn stendur vaktina í storminum, björgunarsveitarfólk fékk sér pylsur

Veitingastaðir og verslanir hafa verið lokaðir víða á höfuðborgarsvæðinu í kvöld en á Bæjarins Beztu stóð Snæbjörn Þorri Árnason vaktina og lét rokið ekki hræða sig. Fólk var ánægt með að geta keypt pylsur í óveðrinu.

„Það er búið að vera frekar rólegt, kemur einn og einn að versla,“ segir Snæbjörn. Myndin hér fyrir ofan birtist á Facebook-síðunni frábæru Frægir fá sér pulsu og sýnir björgunarsveitarfólk úr Ársæli fá sér pylsur hjá Snæbirni.

„Það er búið að vera lítið af björgunarsveitarmönnum, bara þessi eini bíll,“ segir Snæbjörn aðspurður hvort viðskiptavinirnir hafi eingöngu verið björgunarsveitarfólk.

Það eru allir mjög ánægðir að sjá að það er enn hægt að sporðrenna einni eða tveimur pylsum á svona kvöldum. Ferðamennirnir hættu flestir að koma um sjö leytið þannig að Íslendingar hafa verið í meirihluta.

Færslan á Facebook-síðu Frægir fá sér pulsu.

Frægir fá sér pulsu Vol. Armageddon style: Í miðjum náttúruharmleik sem hræðir og hvelur landsmenn um þessar mundir,…

Posted by Frægir fá sér pulsu on Monday, December 7, 2015

Auglýsing

læk

Instagram