Söngkonan Joss Stone á leiðinni til landsins, kemur fram á tónleikum í Hörpu

Auglýsing

Joss Stone er á leiðinni til landsins og kemur fram í Eldborg í Hörpu 30. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu.

„Þetta 27 ára undrabarn hefur verið á bólakafi í tónlist allt sitt líf,“ segir í tilkynningunni.

Hún vann hæfileikakeppnina A Star for a Night á BBC aðeins 13 ára gömul, samdi við eitt stærsta útgáfufyrirtæki heims 15 ára og gaf út sína fyrstu plötu 16 ára.

Joss Stone hefur selt yfir 12 milljón plötur á heimsvísu. Í fyrra sendi hún frá sér plötuna Water for Your Soul en í Hörpu hyggst hún flyta lög af plötunni ásamt helstu smellum.

Miðasala hefst fimmtudaginn 25. ágúst klukkan 10 á Harpa.is, Tix.is og í miðasölu Hörpu. Póstlistaforsala Senu Live fer fram daginn áður; fá þá allir sem eru skráðir á póstlistann sendan tengil sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, degi áður en almenn sala hefst.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram