Damon Albarn í Hörpu á föstudaginn

Tónleikar Damons Albarns, The Nearer the Fountain, More Pure the Stream Flows, fara fram í Hörpu á föstudaginn.

Plata Damon’s hefur fengið frábæra dóma þar á meðal fjórar stjörnur frá The Guardian, NME, Mojo, Rolling Stone, DIY, og 8/10 frá The Line of Best Fit, en platan kom út í júní í fyrra.

Damon Albarn fylgdi henni eftir með tónleikaröð í Barbican Centre, Philharmonie de Paris, Walt Disney Concert Hall og fleiri stöðum en ferðinni lýkur með tónleiknum í Hörpu, í landinu sem sem var innblásturinn að verkinu, Íslandi.

Damon Albarn kemur fram ásamt:

 

  • Mike Smith : saxófónn og lyklaborð (Gorillaz Live band frá upphafi)
  • Simon Tong : gítar (meðlimur Verve 1996-1999)
  • Seye Adelekan : bassi (Gorillaz Live band)
  • Sebastian Rochford : trommur og slagverk (trommari Polar Bear)


Strengjakvartettinn Demon Strings:

 

  • Kotono Sato : fiðla
  • Sarah Tuke : fiðla
  • Ciara Ismail : víóla
  • Isabelle Dunn : selló


Sérstakir gestir:

 

  • Einar Örn
  • Rakel Björt Helgadóttir
  • Bergrún Snæbjörnsdóttir
  • Sigrún Jonsdottir
  • Kaktus Einarsson

 

Miðasala á harpa.is/damon
Auglýsing

læk

Instagram