Auglýsing

Spáir fyrir um sölu á Landsvirkjun: „Að kynda einn sumarbústað í Noregi kostar 75 þúsund krónur yfir langa helgi“

„Ég sagði það í þessari kosningabaráttu og notabene aðrir frambjóðendur tóku það upp á eftir mér – eins og til dæmis Halla Hrund. Hún sagði, og ég held að það sé rétt hjá henni, það er þrýstingur á að skipta Landsvirkjun upp og það sem gæti gerst er að einhverjir kaupa Landsvirkjun – verða það Íslendingar, veit það ekki. Útlendingar? Hugsanlega. Á endanum mun þessi þrýstingur koma fram og Landsvirkjun verður seld á frjálsum markaði því EES leyfir ekki að einhver einn aðili eins og Landsvirkjun sé með markaðsráðandi stöðu eins og það er kallað,“ segir Arnar Þór Jónsson, lögmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, sem er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni á hlaðvarpsveitunni Brotkast.

„Íslenska þjóðin mun ekki stórgræða því þegar Ísland er orðið hluti af raforkukerfi Evrópu þá mun það sama gerast hér og í Suður-Noregi þegar þeir tengdu sig með sæstreng við meginlandið. Verðið á orku mun tífaldast.“

Arnar stendur á tímamótum og segist vera vinna úr þeirri reynslu sem undanfarnir mánuðir hafa fært honum. Hann er þeirrar skoðunnar að mikið þurfi að breytast í íslensku þjóðfélagi, stjórnmálum og umræðu og fer vandlega yfir það í þessu viðtali. Arnar segist líka skynja að einhver mikilvæg vakning sé að eiga sér stað á meðal almennings og að framundan séu spennandi tímar á Íslandi.

Stinga fossunum í samband

„Ef einhver ætlaði að setja verðmiða á Ísland þá yrði það varla hægt því þetta er svo mikil perla á plánetunni jörð. Hér er margt að verja og hvernig ætlum við að gera það ef stjórnmálamenn eru svona innstilltir og stjórnkerfið er ekki að þjóna íslenskum hagsmunum. Ef embættismennirnir eru að meira að hugsa meira um sinn frama og sinn feril en skuldbindinginu sína gagnvart íslensku stjórnarskránni. Hvernig eigum við að verja þetta ef að Ísland og meðvitund okkar að við séum Íslendingar ef það á að þynna hana út mjög hratt jafnvel með innflæði fólks allstaðar að úr heiminum þannig að við jafnvel missum tungumálið okkar og einn daginn í ekki allt og langri fjarlægðri framtíð verður spurt: Hvað er að vera Íslendingur? Við erum bara alþjóðlegt samfélag, eigum við ekki bara að nota allt á Íslandi til þess að bæta hið alþjóðlega samfélag?“ spyr Arnar Þór og heldur áfram að velta þessu fyrir sér.

„Eigum við ekki bara að stinga fossunum okkar, fallvötnunum og jarðhitanum í samband við eitthvað kerfi í Norður-Ameríku eða Norður-Evrópu sem að þjónar öllum heiminum. Með því bæta meðaltalið um 0, eitthvað prósent en skerða lífsgæði á Íslandi um tugi prósenta. Það gæti orðið þróunin. Sérstaklega þegar stór fyrirtæki hafa eignast hér fjarskiptakerfið, hafa eignast hér afnotarétt yfir öllum fjörðum landsins, raforkukerfið hugsanlega og stór fyrirtæki hafa keypt hér upp í krafti markaðsvæðingar fiskistofnanna og kvótanna – þetta er allt möguleiki,“ segir Arnar Þór og bætir við að hann hafi hugsað mikið til framtíðar Landsvirkjunar.

Allir nema Íslendingar munu stórgræða

„Ég sagði það í þessari kosningabaráttu og notabene aðrir frambjóðendur tóku það upp á eftir mér – eins og til dæmis Halla Hrund. Hún sagði, og ég held að það sé rétt hjá henni, það er þrýstingur á að skipta Landsvirkjun upp og það sem gæti gerst er að einhverjir kaupa Landsvirkjun – verða að Íslendingar, veit það ekki. Útlendingar? Hugsanlega. Á endanum mun þessi þrýstingur koma fram og Landsvirkjun verður seld á frjálsum markaði því EES leyfir ekki að einhver einn aðili eins og Landsvirkjun sé með markaðsráðandi stöðu eins og það er kallað. Á endanum mun þessi krafa koma fram og þá skiptir ekki á hvaða verði Landsvirkjun verði keypt. Íslenskir stjórnmálamenn munu segjast frábært verð og að allir eigi að vera ánægðir með þetta. En Frosti það sem mun gerast í framhaldinu þegar búið er að selja fyrir einhverja milljarða þá munu hinir nýju eigendur segja að þeir vilji tengja út.“

En út af hverju munu þeir gera það? Arnar þór segir að það sé vegna þess að þeir vita það að daginn sem Íslandi verður stungið í samband við Evrópu þá mun verðmiðinn á Landsvirkjun tífaldast og þeir munu, alveg sama hvað þeir keyptu Landsvirkjun á, stórgræða.

„Íslenska þjóðin mun ekki stórgræða því þegar Ísland er orðið hluti af raforkukerfi Evrópu þá mun það sama gerast hér og í Suður-Noregi þegar þeir tengdu sig með sæstreng við meginlandið. Verðið á orku mun tífaldast. Hvað mun það þýða fyrir íslensk fyrirtæki og íslensk heimili? Það mun þýða það að kynda einn sumarbústað í Noregi kostar 75 þúsund krónur yfir langa helgi – íslensk heimili munu ekki bera þetta með góðu móti og íslensk fyrirtæki munu missa þetta samkeppnisforskot sem þau hafa í formi ódýrari orku. Þau munu þurfa að segja upp fólki, þau munu jafnvel þurfa að leggja niður starfsemi sína hér á landi og atvinnulífið verður fábreyttara, það verður meira atvinnuleysi og meiri fátækt á Íslandi. Þetta er framtíðarsýn sem ég held að allir vilji forðast.“

Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/ 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing