Starfsmaður í Breiðholtslaug tók mynd af gestum í ástarlotum og dreifði á samfélagsmiðlum

Myndband sem starfsmaður Breiðholtslaugar tók af tveimur gestum sundlaugarinnar hefur farið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Á myndbandinu sést par í ástarlotum í heitum potti sundlaugarinnar.  Sólveig Valgeirsdóttir, forstöðumaður Breiðholtslaugar, segir að málið sé litið alvarlegum augum. Þetta kemur fram í frétt á vef DV.

Myndbandið var tekip upp af skjá öryggismyndavélar og því var síðan dreift á samfélagsmiðlinum Snapchat. Skjáskot úr myndbandinu dreifðust í kjölfarið víða. Á myndbandinu má sjá mann veita konu munnmök.

Sólveg segir í samtali við DV að gripið hafi verið til aðgerða til þess að koma í veg fyrir að nokkuð þessu líkt muni eiga sér stað aftur.

„Við lítum málið alvarlegum augum og tókum þegar á því. Við funduðum með starfsfólki og gripum til aðgerða sem ættu að tryggja að ekkert þessu líkt gerist aftur,“ segir Sólveig í samtali við DV en gefur ekki upp hvort að starfsmaðurinn sem um ræðir hafi fengið reisupassann.

Auglýsing

læk

Instagram