Auglýsing

Mistök sem strákar gera á TINDER, Snapchat, Tiktok og Instagram – hvenær hefur þetta virkað? (Aldrei)

Margir nota stefnumótaforritið Tinder eða samfélagsmiðla til að ná sér í maka. En það er margt sem þú getur gert eða sagt þar inni sem er ekki að vinna með þér. Stelpur á Reddit sögðu frá því hver séu helstu mistök sem strákar gera á Tinder og samfélagsmiðlum.

1. Nota gamlar myndir.

Strákar sem nota gamlar myndir af sér eru ekki að gera góða hluti. Stelpurnar tékka yfirleitt á manni á Google og Facebook eftir smá spjall á Tinder og þær verða ekki sáttar þegar þær sjá að þú ert ekkert eins og á þessari gömlu prófíl mynd.

2. Spyrja strax hvort stelpan sé gröð (Líklega önnur algengasta spurninginn)

Flestum stelpum finnst þessi spurning ekkert rosalega smekkleg, alla vegana ekki strax í byrjun. Kannski er betra að kynnast manneskjunni áður en maður hendir sér í þessa spurningu.

3. Nota Snapchat filter í myndunum sínum.

Það er eitthvað rosalega skrýtið að vera með hundinn yfir andlitinu sínu á Tinder. Það setur strax spurningarmerki á það hvort það sé í lagi með gaurinn.

4. Hálfnaktar speglapósur.

Það er ekkert sem að skemmir karlmennskuna eins mikið hjá mössuðum og flottum gaur eins og þegar hann rífur sig úr að ofan og tekur speglapósu. Það er alltaf stórfurðulegt og eitthvað sem að karlmaður eldri en 12 ára ætti ekki að gera.

5. Biðja stelpurnar um nektarmyndir. (Algengasta spurningin sem stelpur fá í dag)

Menn sem biðja um svona myndir strax í byrjun þurfa aðeins að loka augunum, telja upp á tíu og senda síðan eitthvað annað. Ef að þú ætlar þér að ná í þessa stelpu ekki þá sýna henni hvað þú ert mikill perri. Þegar hún þekkir þig ekki verður þú eins og ógeðslegur perri en eftir að hún er búin að kynnast þér verður þú fallegur perri.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing