today-is-a-good-day

Steindi fékk heimsókn frá krökkum á hrekkjavökunni og gaf þeim undarlegar gjafir: „Verð betur undirbúinn næst“

Hrekkjavakan verður vinsælli hér á landi með hverju árinu sem líður. Nú virðast krakkar á Íslandi vera búnir að taka upp þá hefð að labba á milli húsa og segja gott eða grikk. Leikarinn og grínistinn Steindi Jr. er einn af þeim sem fékk heimsókn í gær en hann var ekki alveg tilbúinn.

Það er hefð í mörgum löndum að krakkar og fullorðnir labbi á milli húsa á Hrekkjavökunni og segi grikkur eða gott. Gottið er vanalega einhversskonar sælgæti. Ef gottið er ekki gefið þá er það réttur þess sem bankar upp á að hrekkja húseigendur, vanalega á saklausan hátt.

Steindi Jr. vildi ekki verða fyrir hrekk og týndi til hluti af heimilinu til þess að gefa krökkunum. Steindi gaf krökkunum, sem voru klæddir upp sem draugar, pez, saltstangir sem hann var nýbyrjaður að borða og styttu.

Auglýsing

læk

Instagram