Stjörnutorgsmótmæli reiðu Verzlinganna voru grín, nemendur íhuga strætónotkun

Lítið varð úr mót­mæl­um nemeneda í Verzlunarskóla Íslands á Stjörnu­torgi í dag vegna lok­ana Kringl­unn­ar á bíla­stæðum.

Eins og Nútíminn greindi frá í gær komu nemendur í Verzló að keðjum og skiltum sem meinuðu þeim að leggja ákveðin í bílastæði við Kringluna í gærmorgun. Mikill hiti var í Verzlingum vegna málsins og ætluðu einhverjir að sniðganga þjónustu Stjörnutorgs í dag og koma með nesti.

Sjá einnig: Verzlingum meinað að leggja í stæði við Kringluna, hóta að mæta með nesti á Stjörnutorg

Ekki þótti líklegt að mótmælin yrðu fjölmenn þar sem nemendur skemmtu sér saman á balli í gær og því líklegt að safaríkur skyndibiti yrði fyrir valinu í hádeginu í dag. Og sú var raunin.

Brynja Sigurðardóttir, formaður hagsmunaráðs Nemendafélags Verzlunarskólans, segir í samtali við mbl.is að þetta hafi verið djók sem gekk kannski aðeins of langt.

Af því að þetta er Versló er allt hækkað upp á annað level og gert mikið mál úr því. Það er frek­ar magnað að sjá hvernig þetta hef­ur þró­ast á ein­um degi, þetta er ruglað dæmi.

Sig­ur­jón Örn Þórs­son, fram­kvæmda­stjóri Kringl­unn­ar, bendir á ákveðna málamiðlun í samtali við mbl.is — í gær var lokað á báðum hæðum bíla­stæðahúss­ins aust­an við versl­un­ar­miðstöðina en í dag var aðeins lokað á neðri hæðinni.

Styrmir Elí Ingólfsson, forseti nemendafélags Verzló, segir í samtali við Vísi að það örli á gremju á meðal nemenda, en að lítil alvara hafi verið á bak við boðuð mótmæli.

„Ætli nemendur séu ekki bara frekar farnir að pæla í því að deila bílum á leiðinni í skólann og sumir að pæla í að ganga það langt að taka strætó,“ bætir hann kaldhæðinn við.

Auglýsing

læk

Instagram