Fyrstu atriðin á Innipúkanum 2019 tilkynnt: Vök, Frikki Dór og fleiri

[the_ad_group id="3076"]

Innipúkinn verður haldinn í 18. sinn í miðborg Reykjavíkur um verslunarmannahelgina. Miðasala hófst í morgun – og skipuleggjendur hátíðarhaldanna tilkynna nú um fyrstu listamennina og hljómsveitirnar sem koma fram á hátíðinni í ár. Nýlega var tilkynnt að hátíðin muni færa sig úr Kvosinni og yfir á Grandann, þar sem hún mun í fyrsta sinn fara samtímis fram á Messanum og Bryggjunni Brugghús. Hátíðin fer samt að stærstum hluta fram innandyra.

Dagskráin í ár er einstaklega glæsileg og fjölbreytt – en meðal þeirra listamanna sem tilkynnt er um núna í dag að komi fram á hátíðinni eru; Hildur, Between Mountains, Vök, Dj flugvél og geimskip, Frikki Dór, Joey Christ, Moses Hightower, Kælan mikla og Jónas Sig – sem snýr aftur og leikur á hátíðinni eftir margra ára fjarveru.

Líkt og undanfarin ár er ráðgert að standa fyrir ókeypis hátíðardagskrá yfir hátíðardagana, og verður því alvöru bryggjustemning á bryggjuni fyrir utan staðina. Á bryggjuhátíðinni má gera má ráð fyrir gamalreyndum púka-dagskrárliðum á borð við árlegum lista- og fatamarkaði, ásamt plötusnúðum og veitingasölu.

[the_ad_group id="3077"]

Listamennirnir sem nú eru kynntir til leiks:

– Between Mountains

– Blóðmör

– Dj Flugvél & geimskip

– Frikki Dór

– Hildur

– Joey Christ

– Jónas Sig

– Kælan mikla

– Matthildur

– Moses Hightower

– Sprite Zero Klan

– Sturla Atlas

– Una Schram

– Valdimar

– Vök

Miðasala á hátíðina er nú hafin á Tix.is . Armband á hátíðina gildir alla helgina bæði á Bryggjuna Brugghús og Messann. Einnig er hægt að kaupa miða inn á stök kvöld. Götuhátíðardagskráin sem fram fer yfir daginn er ókeypis og opin öllum.

Auglýsing

læk

Instagram