today-is-a-good-day

Stjórnvöld í Mexíkó undirbúa sérstaka neyðaráætlun sem fer í gang ef Donald Trump nær kjöri

Mexíkósk stjórnvöld og seðlabanki landsins hafa undirbúið sérstaka neyðaráætlun sem verður sett í gang ef Donald Trump nær kjör í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nótt. Sjórnvöld í Mexíkó óttast að kjör Trump myndi hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir efnahag landsins.

Samskipti Bandaríkjanna og Mexíkó hafa verið áberandi í kosningabaráttu Trump. Hann vill fella úr gildi fríverslunarsamninginn NAFTA ásamt því að reka alla ólöglega innflytjendur frá Mexíkó aftur til síns heima. Þá vill hann banna allar peningasendingar innflytjenda frá Mexíkó til heimalandsins. 80% af útflutningi landsins fer á markað í Bandaríkjunum.

Seðlabankastjóri Mexíkó líkti Donald Trump við fimmta stigs fellibyl í útvarpsviðtali á dögunum en ótti hans er ekki ástæðulaus. Eftir að greint var frá að Trump yrði forsetaefni Repúblikana og að hann ætti raunhæfa möguleika á að ná kjöri hefur gengi mexíkóska pesans fallið um fimmtung.

Auglýsing

læk

Instagram