Svala Björgvins önnur konan sem fær hamborgara sér til heiðurs á Hamborgarafabrikkunni

Auglýsing

Söngkonan Svala Björgvins verður önnur konan sem fær hamborgara sér til heiðurs á Hamborgarafabrikkunni. Frá og með fimmtudeginum 10. janúar verður hamborgari með nafni Svölu á matseðli Hamborgarafabrikkunnar. Þetta kemur fram á vef DV.

Svala segir í samtali við DV að hún hafi ekki verið lengi að slá til þegar Jóhannes Ásbjörnsson, einn af eigendum Fabrikkunnar, hafði samband.

„Það eru bara strákar með borgara á matseðlinum og mér fannst frábært að nú væri loksins kona með sinn eigin borgara þarna. Mér finnst maturinn á Fabrikkunni mjög góður og ég elska hamborgara og dýrka franskar þannig að það passaði vel við mig að vera með minn eigin hamborgara,“ segir Svala.

Hamborgarafabrikkan hefur verið dugleg við að heiðra karla á matseðli sínum og fjarvera kvenna komst í umræðuna árið 2017. Fyrsta konan til að fá hamborgara nefndan eftir sér var Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari. Núna slæst Svala í hóp með henni og föður sínum Björgvini Halldórssyni á matseðli Fabrikkunnar.

Auglýsing

Skortur á konum á matseðli staðarins var meðal annars tekinn fyrir í Áramótaskaupinu árið 2017. Jóhannes sagði í samtali við Nútímann á sínum tíma að það væri gott mál að fólk hefði skoðanir á Fabrikkunni og að það væri sjálfsagt að bregðast við umræðunni.

Umrætt atriði úr Áramótaskaupinu 2017 má sjá hér að neðan

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram