Sveinbjörg Birna stofnaði óvart netfang á nafninu „Reykjavík er okkar“

Auglýsing

Eins og við greindum frá í dag falaðist Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir eftir því að notast við lag rapparans Emmsjé Gauta og kalla nýtt framboðið sitt Reykjavík er okkar. Gauti hafnaði beiðninni en athygli vakti að beiðnin kom frá netfanginu [email protected]. Hún segist í samtali við Fréttablaðið hafa stofnað netfangið alveg óvart.

Sjá einnig: Sveinbjörg Birna vildi kalla nýtt framboð sitt „Reykjavík er okkar“ en Emmsjé Gauti sagði „nei“

Eftir að Gauti hafnaði ósk Sveinbjargar var ákveðið finna annað nafn en framboð hennar til borgarstjórnar heitir nú Borgin okkar – Reykjavík. Sveinbjörg segist í samtali við Fréttablaðið hafa lokað umræddu netfangi. „Þetta er nú stormur í vatnsglasi. Ég opnaði þetta netfang nú bara eiginlega óvart,“ segir hún.

Gauti vildi lítið tjá sig um málið þegar Nútíminn leitaði eftir því í dag og vísaði í tíst sem hann skrifaði um málið á. Þar segist hann hafa haft samband við Sveinbjörgu um leið og beiðnin barst, þar sem hann óskaði eftir því að nafn sitt og verk yrðu ekki tengd framboðinu.

Færslu Gauta um málið má sjá hér

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram