Svona lítur ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar út

Auglýsing

Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð hafa skipað ráðherra í ríkisstjórn sinni en skrifað var undir stjórnarsáttmála flokkanna í dag. Í kvöld voru svo ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar kynntir til sögunnar, eftir að tillögur formanna flokkanna voru samþykktar.

Sjá einnig: Það sem við vitum um nýja ríkisstjórn, sjáðu stjórnarsáttmálann í heild sinni

Ný ríkisstjórn lítur svona út:

 • Bjarni Benediktsson forsætisráðherra
 • Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra
 • Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra
 • Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra
 • Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra
 • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra
 • Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra
 • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fer með ferðamál, iðnað og nýsköpun í atvinnuvegaráðuneytinu
 • Jón Gunnarsson fer með samgöngu-, fjarskipta- og byggðamál í innanríkisráðuneytinu
 • Sigríður Andersen fer með dómsmál í innanríkisráðuneytinu
 • Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
 • Unnur Brá Konráðsdóttir verður forseti Alþingis og Birgir Ármannsson þingflokksformaður
Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram