Talsverður erill hjá lögreglunni í Eyjum og á Akureyri

Meiri erill var hjá lögreglu á útihátíðum landsins í nótt heldur en fyrrinótt. Talsverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum þar sem fimm gistu fangageymslur vegna ölvunnar. Einnig var erilsamt hjá lögreglunni á Akureyri og talsverð ölvun var í bænum að því er kemur fram í frétt RÚV.

Talsverð ölvun var í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum í nótt en þó engin stórvægileg vandræði. Fimm gistu fangageymslur vegna ölvunnar og leiðinda en 13 fíkniefnamál komu upp.

Á Akureyri var einnig talsverð ölvun, hávaði og smá pústrar. Þrír gistu fangageymslur, þar af tveir vegna líkamsárásar.

Allt fór fram með ró og spekt á Mýrarboltanum á Bolungarvík samkvæmt lögreglunni á Ísafirði.

 

Auglýsing

læk

Instagram