Tesla auglýsir starf á Íslandi

Rafbílaframleiðandinn Tesla auglýsir á vef sínum eftir umsóknum til tæknimanns hjá fyrirtækinu á Íslandi. Þetta er í fyrsta skipti sem fyrirtækið auglýsir eftir starfsmanni á Íslandi en ekkert Tesla umboð er enn sem komið er hér á landi.

Elon Musk sagði fyrr á árinu að hann ætlaði sér að flýta fyrir komu fyrirtækisins til Íslands og má ætla að starfsauglýsingin sé fyrsta skrefið. Hann svaraði þá ábendingu frá Jóhanni G. Ólafssyni, formanni Rafbílasambands Íslands sem benti á að fleiri rafbílar hefðu selst á Íslandi en bæði í Danmörku og í Finnlandi.

Tesla auglýsir fullt starf hér á landi en í starfslýsingu segir meðal annars að tæknimenn séu ábyrgir fyrir viðhaldi á bílum og þjónustu við viðskiptavini Tesla.

Hægt er að sækja um með því að smella hér.

Auglýsing

læk

Instagram