The Big Bang Theory endar á næsta ári

Gamanþátturinn vinsæli The Big Bang Theory hættir á næsta ári, þegar síðustu þættirnir í tólftu seríu verða sýndir að því er kemur fram á vef BBC.

Þættirnir fjalla um eðlisfræðingana Sheldon Cooper og Leonard Hofstadter og vini þeirra. Þættirnir hófu göngu sína árið 2007 og hafa notið gríðarlegra vinsælda síðan þá.

Tólfta og síðasta þáttaröðin hefst 24. september næstkomandi í Bandaríkjunum og endar í maí á næsta ári. Þættirnir eru með farsælustu gamanþáttum sem sýndir hafa verið í bandarísku sjónvarpi. Að meðaltali horfðu 18,6 milljónir á hvern þátt í elleftu seríu sem er meira áhorf en á nokkurn annan þátt í bandarísku sjónvarpi.

Framleiðendur og sjónvarpsstöðin CBS sögðust í yfirlýsingu vera ævinlega þakklát fyrir aðdáendur þáttarins. „Við, ásamt leikurum og handritshöfundum þáttarins, erum þakklát fyrir velgengni hans og hlökkum til að loka sögunni á epískan hátt.“

Fréttirnar lögðust misvel í netverja, sumir voru ánægðir með endalokin og finnst þátturinn hafa dregist helst á langinn

https://twitter.com/doodlemancy/status/1032348962437517312?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed&ref_url=https%3A%2F%2Fwww.buzzfeednews.com%2Farticle%2Fmarcusjones%2Fbig-bang-theory-ending-final-season

Aðdáendur voru margir hverjir hins vegar miður sín

https://twitter.com/coolghost101/status/1032346123657072642?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed&ref_url=https%3A%2F%2Fwww.buzzfeednews.com%2Farticle%2Fmarcusjones%2Fbig-bang-theory-ending-final-season

Auglýsing

læk

Instagram