Þrjú kynferðisbrot til rannsóknar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum

Auglýsing

Lögreglan í Vestmannaeyjum er nú með þrjú kynferðisbrot til rannsóknar eftir Þjóðhátíð sem fór fram um helgina. Í tilkynningu segir að lögreglan telji að um 15 þúsund manns hafi sótt hátíðina í ár. Samtals hafi 27 lögreglumenn sinnt löggæslu auk 130 gæslumanna sem lutu stjórn lögreglunnar.

Heildarfjöldi fíkniefnamála var 25 þetta árið, tíu færri mál en árið 2018. Árið 2015 voru fíkniefnamál 72 talsins. Í tilkynningu segir að lögreglan sé ánægð með árangurinn í þessum málum og það hafi sýnt sig að öflugt fíkniefnaeftirlit hafi skilað árangri.

Eftir helgina eru þrjú kynferðisbrot til rannsóknar hjá lögreglunni auk þess sem að níu líkamsárásir komu inn á borð lögreglu.

„Lögregla sinnti 222 verkefnum yfir hátíðina og gekk vel að leysa úr öllum verkefnum sem komu inn á borð hennar. Að mati lögreglu gekk löggæsla vel og voru bæði lögregla og gæslumenn áberandi í Herjólfsdal og stutt í aðstoð. Viðbragð í sjúkraskýli, hjá áfallateymi og barnavernd var gott og var fjölmörgum sinnt vegna mismunandi erfiðleika. Lögregla þakkar viðbragðsaðilum fyrir gott samstarf vegna þjóðhátíðar sem er jafnan stærsta löggæsluverkefni lögreglunnar á ári hverju,“ segir í tilkynningu.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram