Brekkusöngur á Þjóðhátíð 2021 heima í stofu

Brekkusöngur er fyrir löngu orðinn fastur liður í hátíðarhöldum Íslendinga um verslunarmannahelgina. „Það gleður okkur að geta staðfest að fyrirhuguð dagskrá kvöldsins fer að fullu leyti fram þrátt fyrir ástandið í þjóðfélaginu,“ segir í tilkynningu.

Ekki nóg með það heldur verður bætt í dagskrána, útsendingin fer fram frá sviðinu í Dalnum eins og fyrirhugað var, kveikt verður í brennu og blys tendruð. Það verður sem sagt farið alla leið til þess að skapa hina einu sönnu Þjóðhátíðarstemmningu út í Eyjum fyrir Íslendinga hvar sem þeir eru í heiminum.

Dagskrá kvöldsins:
Kl. 21:00 – Albatross og gestir
Kl. 23:00 – Brekkusöngur hefst

Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins mun stýra brekkusöngnum þetta árið, í beinu streymi og allir geta tekið þátt hvar sem þeir eru í heiminum. Magnús hefur um árabil verið einstaklega eftirsóttur trúbador samhliða því að spila með hljómsveit sinni vítt og breitt um landið við hin ýmsu tilefni og meðal annars komið fram á
Þjóðhátíð óslitið síðan 2016.

Ásamt Albatross koma fram:
Sverrir Bergmann
Pálmi Gunnars
Ragga Gísla
Jóhanna Guðrún
Klara
og Guðrún Árný

Sérstakur gestur:
Hreimur

Ljóst er að hér er um að ræða einstaka tónlistarveislu og Íslendingar geta sameinast, hvar sem þeir eru í heiminum og gert sér glaðan dag.

Aðeins þarf að kaupa einn miða fyrir hvert heimili og áhugasamir eru hvattir til að tryggja sér miða strax á sérstöku forsöluverði.

Öll miðasala fer fram á Tix.is og er hægt að velja á milli þriggja leiða; netstreymis í gegnum spilara frá Vimeo eða myndklykla Símans eða Vodafone. Kaupandi velur rétta miðatýpu og fær kóða sem virkar í eitt af þremur kerfunum. Auðvelt er að virkja aðganginn strax og þá er allt klappað og klárt. Einnig er hægt að kaupa strax með fjarstýringunni í myndlyklum Vodafone og þegar nær dregur í myndlyklum Símans.

SÉRSTAKT FORSÖLUVERÐ:
Streymi í gegnum Vimeo spilara:   2.900 kr.
Lyklar Símans og Vodafone:          3.400 kr

Miðaverð munu hækka þegar nær dregur og verður það tilkynnt með fyrirvara.

Hér má finna nánari upplýsingar um viðburðinn

Auglýsing

læk

Instagram