Syngdu með! Textar fyrir Brekkusöng nú aðgengilegir!

Hinn eini sanni Brekkusöngur verður í beinni útsendingu frá Eyjum á sunnudag og Íslendingar um allan heim munu syngja með.

Dagskrá kvöldsins:
– 20:30 Útsending hefst
– 21:00 Albatross og gestir
– 23:00 Brekkusöngur

Nú eru allir textar fyrir Brekkusönginn komnir á netið og þú getur sungið með hvar sem þú ert í heiminum.

Textar

Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins mun stýra brekkusöngnum í ár. Áður en Magnús stígur í svið verður frábær tónlistarupplifun í boði Albatross þar sem mörg uppáhaldis lög Íslendinga verða tekin af heimsklassa tónlistarfólki.

Gestir Albatross eru:

  • Guðrún Árny
  • Jóhanna Guðrún
  • Sverrir Bergmann
  • Pálmi Gunnars
  • Ragga Gísla
  • Klara

Hreimur er sérstakur gestur í ár og stefnir í tónlistarveislu á heimsmælikvarða.

Kynntu þér viðburðinn nánar hér.

Auglýsing

læk

Instagram