Þunglyndissjúklingur tekur til í herberginu sínu, sér loksins í gólfið eftir nokkra mánuði

Auglýsing

„Ég glími við alvarlegt þunglyndi og hef átt mjög erfitt með að þrífa og sinna öðrum heimilisverkum. Herbergið mitt hefur verið svona sóðalegt í nokkra mánuði þar sem ég fæ mig ekki til að hugsa um það. En í dag, föstudag, ákvað ég loksins að gera það.“

Færsla sem deilt var á síðunni Imgur í gær hefur vakið mikla athygli en í henni má sjá tvær myndir af sama herberginu. Á annarri sést ekki í gólfið fyrir drasli og rúmið er einnig þakið dóti, svo miklu að ekki virðist vera hægt að sofa í rúminu með góðu móti.

Á hinni myndinni er búið að taka til og herbergið orðið mjög snyrtilegt. Rúmlega 310 þúsund manns hafa skoðað færsluna og þá hefur BBC fjallað um hana.

„Ég veit að þetta er ekki stór sigur, en það er afar þýðingarmikið fyrir mig að geta haft dyrnar opnar, vilji fólk koma í heimsókn,“ segir einnig í færslunni sem ber yfirskriftina „Ég 1 – Þunglyndi 0!“

Auglýsing

Rúmlega 1.300 manns hafa skilið eftir athugasemd við færsluna. Margir þeirra hrósa eiganda herbergisins fyrir að hafa látið verða af tiltektinni og virðast þeir sem skilja eftir athugasemdir eiga það sameiginlegt með honum að glíma við þunglyndi. Einn segir að það hafi jafnvel reynst honum erfitt að bursta tennurnar þegar þunglyndið tók yfir. Hér er hægt að lesa sér til um þunglyndi.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Kjúklingur í karrý

Sænsk möndlukaka

Sænsk möndlukaka

Instagram