Þýskur fjárhundur forsetans réðst ítrekað á lífverði: Fjarlægður úr Hvíta húsinu

Gera þurfti hlé á skipulögðum ferðum um Hvíta húsið í Washington eftir að þýskur fjárhundur forsetans beit leyniþjónustumann svo djúpt að gólf austurálmu hússins voru þakin blóði. Þetta kemur fram í gögnum sem bandaríski blaðamaðurinn John Greenewald hefur birt. Um er að ræða þýska fjárhundinn Commander sem er einn af þremur hundum Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna.

Commander var bara hvolpur þegar hann mætti í Hvíta húsið árið 2021. Hann býr nú hjá ættingjum Bidens-hjónanna fjarri forsetahöllinni.

Atvikið átti sér stað fyrir nokkrum mánuðum en til er myndband af árásinni sem blaðamaðurinn fékk í gegnum upplýsingalögin vestanhafs. Þar sést hvar hundurinn hleypur þvert yfir Kennedy-garðinn og stekkur á umræddan leyniþjónustumann og rífur hann niður. Var leyniþjónustumaðurinn fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans.

Missti marga lítra af blóði

Þetta vakti mikinn óhug hjá starfsfólki Hvíta hússins en það dugði þó ekki til því forsetahjónin vildu ekki senda Commando frá sér. Annað atvik átti sér stað 29. júlí á síðasta ári en þá var forsetafrúin úti með hvutta þegar hann kemur auga á leyniþjónustumann. Eins og áður hafði gerst þá stökk Commando á leyniþjónustumanninn og beit hann í handlegginn. Sá missti töluvert af blóði og þurfti einnig að flytja hann á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans.

Commander var síður en svo vinsæll hjá starfsfólki Hvíta hússins.

Vestrænir fjölmiðlar hafa mikinn áhuga á Commander en samkvæmt þeirra talningu hafa komið upp að minnsta kosti 27 tilvik þar sem hundurinn hefur ráðist á starfsmenn Hvíta hússins.

„Hann taldi sig alltaf vera að vernda forsetahjónin og þau reyndu eins og þau gátu að leiðrétta þessa hegðun. Það gekk ekki og á endanum þurftu þau að senda hann til fjölskyldumeðlima,“ segir ónefndur starfsmaður Hvíta hússins.

Forsetahjónin elska þessa hundategund og hefur þeim gengið vel að ala þá upp – alla nema Commander sem mætti í Hvíta húsið sem hvolpur árið 2021.

Auglýsing

læk

Instagram