today-is-a-good-day

Tískuvöruverslunin Monki opnar á Íslandi í vor

Tískuvöruverslunin Monki opnar á Íslandi næsta vor. Verslunin sem er í eigu sænska fatarisans Hennes & Mauritz, eða H&M, mun opna í 450 fermetra rými í Smáralind. H&M tilkynnti einnig á dögunum að fataverslunin Weekday myndi opna í Smáralind næsta vor.

Jenni Dahlin Hansson, framkvæmdastjóri Monki, segir í fréttatilkynningu að Ísland sé nýr og spennandi markaður og það verði spennandi að sjá hvernig íslenskir tískuunnendur taki á móti Monki.

Merkið er ætlað yngri konum og er undir áhrifum frá skandinavískum og asískum götustíl. Samkvæmt fréttatilkynningunni verður haugur af diskókúlum í verslun Monki á Íslandi.

Auglýsing

læk

Instagram