Auglýsing

Tíu ára körfuboltastelpur fá ekki að spila á Íslandsmóti drengja, vinna yfirleitt strákana í æfingaleikjum

Hin tíu ára gamla Tinna Hjálmarsdóttir vildi taka þátt í Íslandsmóti drengja í körfubolta. Hún fékk hins vegar ekki leyfi frá KKÍ og mótmælir þeirri ákvörðun. Hjálmar Helgason, faðir Tinnu, segir frá mótmælum hennar á Facebook-síðu sinni.

Forsaga málsins er að sögn Hjálmars sú að Tinna er þátttakandi í byltingakenndri jafnréttisbaráttu sem hefur það eitt markmið að byggja upp sterkar, sjálfstæðar stúlkur – stúlkur sem eru algerlega lausar við þá hugsun að það sé eitthvað til sem heitir „sterkara kyn“. „Þetta er gert í þessu tilfelli í gegn um körfubolta,“ segir hann.

Þetta prógram er öðruvísi að því leyti að það er keyrt áfram af jafnréttishugsjón – og það er öðruvísi – sem gerir það umdeilt.

Hjálmar bendir á að Tinna og stelpurnar sem hún spilar með í ÍR séu svo góðar að þær fái ekki mikla samkeppni frá kynsystrum sínum. „Þess vegna vilja þær keppa við stráka,“ segir hann.

„Þær eru búnar að spila fullt af æfingaleikjum við stráka, þær vinna yfirleitt – það reynist oftar en ekki vera strákunum erfitt – og ekki síður feðrum þeirra. Núna vilja þær keppa við strákana á Íslandsmóti.“

Hjálmar segir að vel rökstutt erindi hafi verið sent tímanlega til stjórnar KKÍ sem hafnaði beiðninni á þeim grundvelli að það þurfi að gera reglugerðabreytingu.

„Sem jafnréttissinna þá finnst mér ömurlegt hvernig almennt er komið fram við konur/stelpur varðandi umgjörð/fjármagn í íþróttum – þetta er eitt af mörgu sem þarf að breyta – eitt af því sem er svo auðvelt að breyta – jafnrétti. Breytum þessu, hættum þessu rugli – jafnrétti. Ég er stoltur af Tinnu, ég held með Tinnu, áfram Tinna.“

Hægt er að fylgjast með baráttu ÍR stúlkna á Facebook-síðunni Spilum saman

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing