today-is-a-good-day

Trump þakkar Kanye fyrir stuðninginn og segir atvinnuleysi svartra aldrei hafa verið lægra

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þakkaði Kanye West fyrir stuðninginn eftir athyglisvert viðtal sem rapparinn fór í hjá Jimmy Kimmel í vikunni.

Kanye West talaði meðal annars um samband sitt við Trump í 20 mínútna viðtali sem hefur vakið athygli. Hann gat ekki svarað því þegar Kimmel spurði hann hvers vegna hann héldi að Trump væri ekki sama um svart fólk.

Sjá einnig: Kanye West orðlaus þegar Kimmel spurði hann út í Trump

„Hvort sem okkur líkar við hann sem persónu eða ekki, þá eru það gjörðir hans sem skipta máli. Þú sagðir eftirminnilega að George Bush væri sama um svart fólk. Það fær mig til að hugsa, hvað fær þig til að halda að Trump sé sama?” spurði Kimmel. Kanye spáði mikið í spurningunni en náði ekki að svara áður en þátturinn fór í auglýsingahlé.

Trump brást við viðtalinu á Twitter og var þakklátur Kanye fyrir að tala sannleikann og sagði að stuðningur hans breytti miklu. Þá sagði hann á að atvinnuleysi svartra einstaklinga í Bandaríkjunum hafi aldrei verið lægra.

Sjá einnig: Kanye West ítrekað hætt við að mæta í bílakarókí hjá Corden: „Hefur kostað okkur milljónir”

Auglýsing

læk

Instagram